-
Byggingarstjórn
Ábyrg stjórnun og eftirlit með byggingarframkvæmdum
-
Verkefnastjórnun
Heildstæð stjórn á byggingarverkefnum
-
Kostnaðareftirlit
Nákvæmt eftirlit á kostnaði til að tryggja fjárhagslegt öryggi verkefna
-
Gæða og öryggiseftirlit
Trygging á gæðum og öryggi byggingaframkvæmda í samræmi við lög og staðla
Verkþekking ehf er nýtt félag á byggingarmarkaði sem sérhæfir sig í allri almennri stýriverktöku og byggingar- og framkvæmdaráðgjöf. Auk þess bjóðum við upp á hönnunarstjórnun, gæðaúttektir, öryggisúttekir og byggingarstjórn.
Á bak við Verkþekkingu ehf er: G. Atli Jóhannsson, sem hefur starfað í byggingargeiranum á Íslandi í yfir 20 ár og tæplega 5 ár í Danmörku. Hann hefur einnig komið að verkefnum í Hollandi. G. Atli Jóhannsson er húsasmíðameistari að mennt og er einnig með B.Sc gráðu í byggingarfræði. Sérþekking hans er í vinnuumhverfi og öryggismálum, vottað af Dansk byggeri.
G.Atli er þar að auki með byggingarstjóraréttindi og réttindi frá Lögmannafélagi Íslands sem dómskvaddur matsmaður. G.Atli hefur komið að mörgum stórum, flóknum og umfangsmiklum byggingarframkvæmdum síðastliðin ár. Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri hjá tveimur byggingarfélögum á Íslandi og sinnt stjórnarsetu hjá þremur félögum.
Yfir 20 ára reynsla á íslenskum og dönskum byggingarmarkaði.